Image
Image

Image

Image


Tónlistarkonan og tónskáldið Elín Halldórsdóttir

Elín hefur stýrt fjölmörgum kórum og hafa áherslur hennar mest verið með barnakórum innan grunnskólans og svo gospelkórum en hún kynntist gospelkórahefðinni þegar hún bjó í Köln og Regensburg í Þýskalandi og stýrði þar kórunum “Spirit of Joy” og  “Femmes Fatales”.  Hún hefur síðan stýrt ýmsum kórum og gert fjölda útsetninga.

Tengt kennslustörfum hefur Elín skapað fjölda sönglaga og skrifað 5 söngleiki fyrir börn.   Þegar hún starfaði í Snælandsskóla í Kópavogi komu aðilar frá Menntamálastofnun í heimsókn í skólann og óskuðu í framhaldi eftir að gefa út söngleik hennar “Ævintýri Sædísar skjaldböku” sem fjallar um skjaldböku sem er föst í plasti og ævintýri hennar í undirdjúpunum og hvernig henni tekst að losna við plastið fyrir grunnskóla á Íslandi.   Það var vegna töluverðs streymis sönglaga hennar sem samin voru fyrir kennslu, sem ritstjórar hjá SoundCloud höfðu samband við Elínu árið 2020 og báðu hana að taka þátt í repost verkefninu, sem er dreifingarsamningur á miðla um allan heim, þar sem tónlist hlaðinni upp á SoundCloud er endurpóstað á 34 miðla í öllum heimsálfum.

Eftir það fóru hjólin að snúast hjá Elínu og það opnaðist nýr áheyrendahópur í mörgum löndum.  Hún samdi síðan fjölda rafrænna skífa og 4 Album, sem eru með áherslu á alþjóðlegan áheyrendahóp. Síðustu tvö albúm hennar The Other Side og Multiverse eru með mest streymi í Bandaríkjunum en lönd í Evrópu, Suður Ameríku (Brasilía og Argentína), Asíu, Sovétlýðveldunum og fleiri koma meira inn.

Elín lærði og iðkaði óperusöng í námi sínu og lærði einnig klassískan píanóleik.   Það má segja að stíllinn á tónlist  hennar sé lýrískt elektróniskt popp með andlegum boðskap um frið og kærleik í heiminum.  Hún reynir einnig í lögum sínum að upplýsa og vekja fólk til umhugsunar.

Elín Halldórsdóttir söngkona fæddist í Reykjavík 29.09.1969. Hún hóf tónlistarnám 6 ára og píanónám 9 ára.  Hún gaf út 12 tommu plötuna TVÖ EIN með samnefndu lagi 15 ára.   Elín lærði söng, píanóleik og kórstjórn í Nýja Tónlistarskólanum og London College of Music við Thames Valley University.  Hún er með próf í kennslufræði listgreina frá Listaháskóla Íslands.

Image