Kennarinn

Elín hefur kennt á öllum skólastigum og kórum bæði innan skólakerfisins og kirkjunnar í fjórum Evrópulöndum (England, Þýskaland, Ísland og Noregur) en mest þó innan grunnskólans.   Hún leggur áherslu á samspil, samsöng og sköpun um leið og hún spottar og þjálfar sólóista í minni og stærri verkefnum.

Elín vinnur með nemendum og hópum með það að leiðarljósi að leyfa hverjum og einum að styrkjast í sínum hæfileikum og leyfir þeim að opna sig eins og blóm án þrýstings eða áreynslu heldur í léttleika og verkefnum eða verkum sem hæfa hverjum nemenda eða nemendahóp, þó með það að markmiði að hafa bæði léttmeti eða auðveld og skemmtileg verkefni og eitt erfitt verkefni sem nemandinn eða hópurinn og kennarinn þurfa að teygja sig upp í og læra ýmislegt á leið sinni að áfangastað að meistara verkefnið, eftir þroska og getu hvers hóps eða nemanda.

Elín hefur kennt tónmennt og staðið fyrir þverfaglegum verkefnum milli skóla og samfélagshópa eins og Indíanahátið, Jörðin Okkar og fleiri verkefni á Barnamenningarhátið og innan skóla og utan.

Hún hefur samið og sett upp söngleiki fyrir börn og leggur áherslu á samsöng og gefur sér um leið tíma til að sinna þeim sem vilja syngja sjálfir og verða einsöngvarar.