Elín Halldórsdóttir

Heilari, spámiðill og hvetjandi fyrirlesari

Um Elínu:

Elín tekur fólk í einkatíma til að styðja það í ákvörðunum og framvindu sem varðar starfsframa, einkalíf og líðan hvers og eins og fer yfir áföll, framvindu og aðstæður í nútímanum, fortíð og framtíð.   Henni er gefið að fá innsýn inn í hlutverk og aðstæður og baráttu hvers og eins og að leiða fólk í gegnum erfið tímabil og ólíkar ákvarðanir.

Elín er heilari af Guðs náð eins og hún segir sjálf en lærði orku lækningar og Reiki hjá Höllu Himintungl og er transheilari sem fær skilaboð um ýmislegt í heilunar tímum.

Elín hefur leitt einstaklinga og hópa og gefið þeim heilun og leiðsögn til styrkingar og þroska og/ eða á erfiðum eða átaka tímum.

Sjálfstyrking

Elín tekur að sér að halda sjálfstyrkingarfyrirlestur og heilun og hugleiðslu fyrir hópa heima, á vinnustaðnum  og erlendis. Í því felst 2ja tíma leiðsögn, hopheilun, leiðsögn og sjálfstyrking.  Hægt er að semja um lengra námskeið þar sem við á.

Elín tekur einnig að sér spá og leiðsögn fyrir gæsanir, vinkonuhópa eða frænkur, og hefur getið sé gott orð sem sannsögull spámiðill í slíkum aðstæðum.

Vinnustaðir og vinkonuhópar geta pantað tíma hér á síðunni.

Í átt að andlegri vellíðan

Elín lærði orku lækningar og Reiki hjá Himintungl
Tímabókun
Image